Rúnar Páll Sigmundsson fór með sína menn í Stjörnunni inn í Kórinn þar sem HK múrinn mætti þeim.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Stjarnan
Rúnar var ekki sáttur með stigið í dag enda höfðu hans menn fullt af færum til að klára leikinn.
„Mikið tempó hérna en heilt yfir er ég ekki ánægður með stigið við viljum þrjú stig. Við fáum á okkur mark úr innkasti sem á bara ekki að sjást, ég er drullu fúll yfir því."
Guðmundur Steinn kom inn á í seinni hálfleik og var ekki auðveldur fyrir varnarmenn HK.
Guðmundur skoraði síðan í seinni hálfleik en flögguð var rangstaða og var hann aftur á ferðinni seinna þegar hann fór niður í teignum og vildi víti.
„Guðmundur að mínu viti skorar fullkomlega löglegt mark og síðan var það vítaspyrnudómurinn sem var víti."
Stjarnan lék um daginn gegn Espanyol í 4 - 0 tapi í Evrópudeildinni og fá þá aftur í heimsókn á fimmtudaginn 1. ágúst.
Athugasemdir






















