Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum aðstoðarmaður Lampard ræðir við Swansea
Frank Lampard þungur á brún. Morris í bakgrunninum.
Frank Lampard þungur á brún. Morris í bakgrunninum.
Mynd: Getty Images
Swansea er enn í stjóraleit eftir að Steve Cooper sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Liðið hafnaði í fjórða sæti í Championship-deildinni á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaleik við Brentford um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

BBC sagði að það væri nánast frágengið að John Eustace, aðstoðarstjóri QPR, myndi taka við starfinu. Það var hins vegar sagt frá því síðasta sunnudag að Eustace hefði ákveðið að hafna tilboði Swansea.

Félagið þurfti því að fara aftur að teikniborðinu og núna er Jody Morris í viðræðum um að taka við.

Morris starfaði síðast sem aðstoðarmaður Frank Lampard, bæði hjá Chelsea og Swansea.

Morris gæti núna verið að taka við sem aðalþjálfari en Russell Martin, stjóri MK Dons, er líka inn í myndinni.

Martin er efstur hjá Sky Bet veðbankanum en Morris er annar og John Terry, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea er þar á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner