Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lennon mest skipt inn og margir skipta Pedersen út
Lennon fagnar marki.
Lennon fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon hefur verið stórkostlegur fyrir FH að undanförnu og hann er sá leikmaður sem er mest skipt inn í Draumaliðsdeildinni fyrir næstu umferð.

Lennon og Ásgeir Sigurgeirsson, sóknarmaður KA, eru þeir tveir leikmenn sem er langmest skipt inn fyrir næstu umferð.

Brynjar Ingi Bjarnason, varnarmanni KA, er mest skipt út og þar á eftir koma Ágúst Hlynsson og Patrick Pedersen. Svo virðist sem margir séu að skipta Lennon inn fyrir Pedersen en þeir kosta svipað mikið.

Bæði Brynjar Ingi og Ágúst eru farnir út í atvinnumennsku.

Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, er mættur inn í leikinn og kostar hann 6 milljónir.

Þeim sem er skipt mest inn fyrir 15. umferð:
Steven Lennon - FH
Ásgeir Sigurgeirsson - KA
Kristinn Jónsson - KR
Nikolaj Hansen - Víkingur R.
Sævar Atli Magnússon - Leiknir R.

Þeim sem er mest skipt út fyrir 15. umferð:
Brynjar Ingi Bjarnason - KA
Ágúst Hlynsson - FH
Patrik Pedersen - Valur
Djair Parfitt-Williams - Fylkir
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik

Er þitt lið klárt?
Næsta umferð í Draumaliðsdeildinni hefst 3. ágúst og lokar markaðurinn klukkan 17:00 þann dag. Nýttu tímann til að gera breytingar, ef þú telur þig þurfa á því að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner