Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 29. ágúst 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Extra erfitt að skora á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkufótboltaleiku. Mér fannst KR góðir, mér fannst við góðir, fullt af færum, læti, geggjaður völlur og hugarfarið hjá báðum liðum mjög gott," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við ætluðum að vera djarfari en við erum búnir að vera upp á síðkastið. Það náðist, sérstaklega í seinni hálfleik, náðum að gíra okkur upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu hvernig þeir gíruðu sig upp í þennan leik."

Siggi var ekki nægilega ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. „Við fengum urmul af sénsum að koma okkur í alvöru stöður í skyndisóknum, vorum hrikalega klaufalegir í því. Við vorum aðeins meira on í því í seinni hálfleik og meira on í öllum 50:50 hlutum. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk og í þessari deild og á Meistaravöllum er það extra erfitt. Ég er ánægður í dag með þennan leik."

Tveir Leiknismenn fóru af velli vegna meiðsla, er gott að það sé að koma landsleikjafrí?

„Nei, ég væri nú bara til í að keyra á þetta og klára þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt en við tökum þessar tvær vikur, hugsum vel um okkur og ætlum að mæta jafngíraðir í þessa síðustu þrjá leiki og við gerðum í dag. Við megum ekki láta þetta fjara út hjá okkur, þurfum að stíga á bensíngjöfina og klára þetta. Gott start á því í dag," sagði Siggi.

Hann ræddi nánar um leikinn, innkomu Shkelzen Veseli, meiðsli Sólons og möguleikann á að áhorfendur fái að sjá hinn efnilega Róbert Quental Árnason spila með Leikni fyrir lok tímabils. Svörin má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner