Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 29. ágúst 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Extra erfitt að skora á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkufótboltaleiku. Mér fannst KR góðir, mér fannst við góðir, fullt af færum, læti, geggjaður völlur og hugarfarið hjá báðum liðum mjög gott," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við ætluðum að vera djarfari en við erum búnir að vera upp á síðkastið. Það náðist, sérstaklega í seinni hálfleik, náðum að gíra okkur upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu hvernig þeir gíruðu sig upp í þennan leik."

Siggi var ekki nægilega ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. „Við fengum urmul af sénsum að koma okkur í alvöru stöður í skyndisóknum, vorum hrikalega klaufalegir í því. Við vorum aðeins meira on í því í seinni hálfleik og meira on í öllum 50:50 hlutum. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk og í þessari deild og á Meistaravöllum er það extra erfitt. Ég er ánægður í dag með þennan leik."

Tveir Leiknismenn fóru af velli vegna meiðsla, er gott að það sé að koma landsleikjafrí?

„Nei, ég væri nú bara til í að keyra á þetta og klára þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt en við tökum þessar tvær vikur, hugsum vel um okkur og ætlum að mæta jafngíraðir í þessa síðustu þrjá leiki og við gerðum í dag. Við megum ekki láta þetta fjara út hjá okkur, þurfum að stíga á bensíngjöfina og klára þetta. Gott start á því í dag," sagði Siggi.

Hann ræddi nánar um leikinn, innkomu Shkelzen Veseli, meiðsli Sólons og möguleikann á að áhorfendur fái að sjá hinn efnilega Róbert Quental Árnason spila með Leikni fyrir lok tímabils. Svörin má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner