Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 29. ágúst 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Extra erfitt að skora á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkufótboltaleiku. Mér fannst KR góðir, mér fannst við góðir, fullt af færum, læti, geggjaður völlur og hugarfarið hjá báðum liðum mjög gott," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við ætluðum að vera djarfari en við erum búnir að vera upp á síðkastið. Það náðist, sérstaklega í seinni hálfleik, náðum að gíra okkur upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu hvernig þeir gíruðu sig upp í þennan leik."

Siggi var ekki nægilega ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. „Við fengum urmul af sénsum að koma okkur í alvöru stöður í skyndisóknum, vorum hrikalega klaufalegir í því. Við vorum aðeins meira on í því í seinni hálfleik og meira on í öllum 50:50 hlutum. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk og í þessari deild og á Meistaravöllum er það extra erfitt. Ég er ánægður í dag með þennan leik."

Tveir Leiknismenn fóru af velli vegna meiðsla, er gott að það sé að koma landsleikjafrí?

„Nei, ég væri nú bara til í að keyra á þetta og klára þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt en við tökum þessar tvær vikur, hugsum vel um okkur og ætlum að mæta jafngíraðir í þessa síðustu þrjá leiki og við gerðum í dag. Við megum ekki láta þetta fjara út hjá okkur, þurfum að stíga á bensíngjöfina og klára þetta. Gott start á því í dag," sagði Siggi.

Hann ræddi nánar um leikinn, innkomu Shkelzen Veseli, meiðsli Sólons og möguleikann á að áhorfendur fái að sjá hinn efnilega Róbert Quental Árnason spila með Leikni fyrir lok tímabils. Svörin má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner