Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 29. ágúst 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Extra erfitt að skora á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkufótboltaleiku. Mér fannst KR góðir, mér fannst við góðir, fullt af færum, læti, geggjaður völlur og hugarfarið hjá báðum liðum mjög gott," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við ætluðum að vera djarfari en við erum búnir að vera upp á síðkastið. Það náðist, sérstaklega í seinni hálfleik, náðum að gíra okkur upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu hvernig þeir gíruðu sig upp í þennan leik."

Siggi var ekki nægilega ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. „Við fengum urmul af sénsum að koma okkur í alvöru stöður í skyndisóknum, vorum hrikalega klaufalegir í því. Við vorum aðeins meira on í því í seinni hálfleik og meira on í öllum 50:50 hlutum. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk og í þessari deild og á Meistaravöllum er það extra erfitt. Ég er ánægður í dag með þennan leik."

Tveir Leiknismenn fóru af velli vegna meiðsla, er gott að það sé að koma landsleikjafrí?

„Nei, ég væri nú bara til í að keyra á þetta og klára þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt en við tökum þessar tvær vikur, hugsum vel um okkur og ætlum að mæta jafngíraðir í þessa síðustu þrjá leiki og við gerðum í dag. Við megum ekki láta þetta fjara út hjá okkur, þurfum að stíga á bensíngjöfina og klára þetta. Gott start á því í dag," sagði Siggi.

Hann ræddi nánar um leikinn, innkomu Shkelzen Veseli, meiðsli Sólons og möguleikann á að áhorfendur fái að sjá hinn efnilega Róbert Quental Árnason spila með Leikni fyrir lok tímabils. Svörin má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner