Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 29. ágúst 2021 20:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Extra erfitt að skora á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkufótboltaleiku. Mér fannst KR góðir, mér fannst við góðir, fullt af færum, læti, geggjaður völlur og hugarfarið hjá báðum liðum mjög gott," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við ætluðum að vera djarfari en við erum búnir að vera upp á síðkastið. Það náðist, sérstaklega í seinni hálfleik, náðum að gíra okkur upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu hvernig þeir gíruðu sig upp í þennan leik."

Siggi var ekki nægilega ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. „Við fengum urmul af sénsum að koma okkur í alvöru stöður í skyndisóknum, vorum hrikalega klaufalegir í því. Við vorum aðeins meira on í því í seinni hálfleik og meira on í öllum 50:50 hlutum. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk og í þessari deild og á Meistaravöllum er það extra erfitt. Ég er ánægður í dag með þennan leik."

Tveir Leiknismenn fóru af velli vegna meiðsla, er gott að það sé að koma landsleikjafrí?

„Nei, ég væri nú bara til í að keyra á þetta og klára þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt en við tökum þessar tvær vikur, hugsum vel um okkur og ætlum að mæta jafngíraðir í þessa síðustu þrjá leiki og við gerðum í dag. Við megum ekki láta þetta fjara út hjá okkur, þurfum að stíga á bensíngjöfina og klára þetta. Gott start á því í dag," sagði Siggi.

Hann ræddi nánar um leikinn, innkomu Shkelzen Veseli, meiðsli Sólons og möguleikann á að áhorfendur fái að sjá hinn efnilega Róbert Quental Árnason spila með Leikni fyrir lok tímabils. Svörin má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner