Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2022 10:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlaði Ajax sér að svindla? - Stórskrítið mál sem kom upp
Miedema gerði sigurmark Arsenal í gær.
Miedema gerði sigurmark Arsenal í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í gær með sigri gegn Ajax í Hollandi.

Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, segir að upplifunin í Hollandi hafi verið skrítin en það þurfti að laga stangirnar á mörkunum áður en leikurinn hófst.

Staðan var 2-2 eftir fyrri leikinn, en Arsenal fór með 1-0 sigur af hólmi í Hollandi í gær. Fyrir leikinn kom það í ljós að mörkin voru alltof lítil miðað við reglur.

„Þetta var mjög skrítin reynsla. Við erum að spila gegn stóru félagi eins og Ajax og það þarf að mæla mörkin fyrir leik... ég hef aldrei lent í þessu áður," sagði Eidevall.

Á samfélagsmiðlum eru miklar vangaveltur hvort Ajax hafi verið að reyna að svindla, en svo gott sem aldrei hefur heyrst af einhverju svona. Þær hafi ætlað að hafa mörkin sem minnst svo það yrði ekki mikið skorað í leiknum. Jafntefli hefði farið með leikinn í framlengingu, en Arsenal var mun sigurstranlegri aðilinn fyrir leikinn.

Þjálfari Arsenal var þá ósáttur við dómara leiksins, en það skapaðist mikill ruglingur varðandi það hvort Arsenal gæti gert breytingu vegna höfuðmeiðsla Beth Mead. Í ensku úrvalsdeildinni eru leyfðar tvær auka skiptingar vegna höfuðmeiðsla, en það er ekki þannig í Meistaradeildinni. Dómararnir voru ekki með reglurnar á hreinu, en leyfðu skiptinguna ekki að lokum.

„Við hefðum átt að nota tímann til að fara yfir það með liðinu hvernig við ættum að verjast með tíu leikmenn. Þetta var mjög einföld spurning," sagði Eidevall pirraður.



Athugasemdir
banner
banner
banner