Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   fim 29. október 2020 13:47
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg tæpur fyrir leik gegn Chelsea
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tæpur fyrir leik Burnley gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn verður klukkan 15:00 á laugardag.

Sean Dyche sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og sagði að Jóhann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa.

Kálfameiðsli hafa leikið Jóhann grátt og hann missti af stórum hluta síðasta tímabils af þeim sökum.

Jóhann Berg hefur byrjað síðustu tvo leiki Burnley en liðið tapaði gegn Tottenham á mánudagskvöld og er aðeins með eitt stig.

Á fréttamannafundinum í dag kom einnig fram að varnarmaðurinn Phil Bardsley sé ekki klár en hann greindist með Covid-19 og er enn í einangrun.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner