Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 29. október 2022 16:55
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur Gunnlaugs: Horfum lengra en bara þetta tímabil
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er helvíti góð. Það er almennt gleði í Kópavogi og falleg stund." sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir að Breiðablik lyfti bikarnum á Kópavogsvelli fyrr í dag og er liðiðið Íslandsmeistari árið 2022. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Hvernig metur Höskuldur tímabilið?

„Við vorum bara helvíti stöðugir og góðir frá fyrsta degi. Frá undirbúningstímabilinu þá settum við svolítið tónin og hörð vinna sem hefur skilað sér í sumar."

Höskuldur er orðaður út í atvinnumennsku og Höskuldur var spurður hvort það sé eitthvað sem Höskuldur sé tilbúin að skoða það og segir Höskuldur ekki hafa fengið neinar fréttir af því.

„Ég hef ekkert heyrt af því þannig það verður bara skoðað þegar maður hefur aðeins náð andanum."

Höskuldur segir að Breiðablik sé rétt að byrja en liðið er komið í umspil Meistaradeildarinnar árið 2023

„Núna er þetta fyrst að byrja myndi ég segja og það er bara krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Metnaðurinn er þannig í Kópavogi að við erum að horfa lengra en bara þetta tímabil þannig núna fáum við aðeins að anda og svo ætlum við að koma sterkari inn í næsta tímabil."



Athugasemdir
banner