Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. nóvember 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini fær tvo leiki - Man Utd hefur ekki lengur áhuga á Mandzukic
Powerade
Tekur Freddie Ljungberg við Arsenal til bráðabirgða?
Tekur Freddie Ljungberg við Arsenal til bráðabirgða?
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic.
Mynd: Getty Images
Sancho, Mandzukic, Can, Fernandes, Mbappe, Demiral og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Borussia Dortmund er tilbúinn að hlusta á tilboð í vængmanninn Jadon Sancho (19) í janúar. (Independent)

Jamie Carragher segir að Sancho, sem kom upp úr unglingastarfi Manchester City, sé púslið sem myndi gera sókn Liverpool enn öflugri. (Star)

Freddie Ljungberg, aðstoðarþjálfari Arsenal, gæti tekið við sem stjóri til bráðabirgða ef félagið ákveður að reka Unai Emery. (Times)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, fær tvo leiki til að bjarga starfi sínu eftir átta leiki án sigurs. (Mail)

Liverpool óttast að brasilíski miðjumaðurinn Fabinho (26) verði frá í fjórar til sex vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut gegn Napoli. (Mail)

Christoph Freund, íþróttastjóri Red Bull Salzburg, neitar því að RB Leipzig hafi klásúlu sem geri þeim fært að kaupa norska sóknarmanninn Erling Braut Håland (19). (Bild)

Manchester United hefur ekki lengur áhuga á Mario Mandzukic (33), króatíska sóknarmanninum hjá Juventus. (The Athletic)

Borussia Dortmund hefur áhuga á Mandzukic og samherja hans hjá Juventus, Emre Can (25). (Sun)

Bruno Fernandes (25) stefnir enn á að yfirgefa Sporting Lissabon, þrátt fyrir að hafa gert nýjan samning með 85 milljóna punda riftunarákvæði. Tottenham vill fá leikmanninn. (Mail)

Kylian Mbappe (20), sóknarmaður Paris St-Germain, mun ganga í raðir Real Madrid. (Le Parisien)

AC Milan vill fá Merih Demiral (21), tyrkneskan varnarmann Juventus. Hann hefur verið orðaður við Manchester City og Arsenal. (Calciomercato)

Arsenal undirbýr 35 milljóna punda tilboð í Kólumbíumanninn James Rodriguez hjá Real Madrid. James vill sjálfur fara til Inter eða Paris St-Germain. (Eldesmarque)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Fede Valverde (21) hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid til 2025. (Marca)

Brasilíska félagið Flamengo hefur hafið viðræður við Diego Costa (31), sóknarmann Atletico Madrid. (Goal.com)

Chelsea mun halda áfram viðræðum við brasilíska vængmanninn Willian (31) um framtíð hans. Leikmaðurinn talaði um að hann hefði ekki fengið nýtt samningstilboð. (Telegraph)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, reyndi þrisvar að fá Ryan Sessegnon (19) þegar hann var stjóri Manchester United. (Mirror)

Dayne St. Clair (22), kanadískur markvörður Minnesota United, er að fara til reynslu hjá Aston Villa. (Birmingham Mail)

Roy Hodgson segir að hann myndi ekki lofa Rhian Brewster (19) leiktíma hjá Crystal Palace þrátt fyrir umræðu um að hann komi á láni frá Liverpool í janúar. (Goal.com)

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir of snemmt að segja hvort enski miðjumaðurinn Danny Drinkwater (29) verði áfram hjá félaginu eftir janúargluggann. Drinkwater er á láni frá Chelsea en hefur ekki spilað fyrir Burnley síðan hann meiddist á ökkla í slagsmálum á næturklúbbi í september. (Sky Sports)

Crystal Palace gerði árangurslausa tilraun til að kaupa Fedor Chalov (21), sóknarmann CSKA Moskvu, síðasta sumar. (Sport Witness)

Everton vill fá enska varnarmanninn Joe Worrall (22) frá Nottingham Forest. (Football Insider)

Ganverjinn Joseph Anang (19) hjá West Ham er farinn að æfa með aðalliðinu. Um er að ræða ungan markvörð. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner