Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. nóvember 2019 10:13
Elvar Geir Magnússon
Unai Emery rekinn frá Arsenal (Staðfest)
Atvinnulaus.
Atvinnulaus.
Mynd: Getty Images
Unai Emery hefur verið rekinn frá Arsenal. Æðstu menn félagsins hittust snemma í morgun og funduðu um framtíð Spánverjans.

Meirihluti stjórnarinnar vildi reka Emery. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að aðstoðarþjálfarinn Freddie Ljungberg taki nú við stjórnartaumunum til bráðabirgða.

Í yfirlýsingunni er Emery þakkað fyrir hans störf og honum óskað velfarnaðar.

„Við höfum fulla trú á því að Freddie geti tekið skref fram á við með okkur. Leitin að nýjum stjóra er hafin og við munum gefa það út þegar því ferli er lokið," segir í yfirlýsingunni.

Emery hefur verið stjóri Arsenal síðan í maí 2018 þegar hann tók við af Arsene Wenger. Gengið á þessu tímabili hefur alls ekki verið eftir væntingum og spilamennska liðsins verið slök.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner