Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   þri 29. nóvember 2022 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
Pulisic þurfti að fara á spítala eftir markið
Mynd: EPA

Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkin unnu mikilvægan sigur gegn Íran í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Sigurinn tryggði Bandaríkjunum sæti í 16-liða úrslitum þar sem næstu andstæðingar verða öflugir Hollendingar. 

Markið hans Pulisic var því gríðarlega mikilvægt en hann var afar óheppinn að meiða sig illa í leiðinni. Kantmaðurinn lenti í samstuði við markvörð Írana og þurfti aðhlynningu en hélt svo leik áfram og kláraði síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik.

Honum var þó skipt af velli í leikhlé vegna kviðverkja og greindi FOX Sports síðar frá því að Pulisic hafi farið með sjúkrabíl upp á spítala.

Miðað við myndbandið hér fyrir neðan lítur út fyrir að Pulisic hafi fengið takkana á markverði Kamerún beint á heilaga staðinn sinn.


HM hringborðið - Glæstar vonir og súr vonbrigði: Magnús Már kryfur það helsta
Athugasemdir
banner
banner