Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 17:00
Kári Snorrason
Ward-Prowse á leið í læknisskoðun hjá Burnley
Mynd: EPA
West Ham hefur veitt enska miðjumanninum James Ward-Prowse leyfi til að gangast undir læknisskoðun hjá Burnley fyrir fyrirhugaða lánsdvöl hjá félaginu.

Blaðamaðurinn David Ornstein greinir frá tíðindunum en hann segir lánssamningurinn ekki innihalda ákvæði um að gera skiptin varanleg.

Ward-Prowse hefur verið í takmörkuðu hlutverki hjá Hömrunum á tímabilinu en hann hefur einungis spilað fimm leiki í deildinni.

Hann gekk til liðs við West Ham fyrir tæpum þremur árum en hann var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta síðasta tímabils.


Athugasemdir
banner
banner