Búið er að ákveða leikstað á kvennalandsleik Íslands og Spánar. Liðin mætast á Estadio Municipal Castalia í Castellon þriðjudaginn 3. mars.
Castellon er höfuðborg Castellón-héraðs í sjálfstjórnarsvæðinu Valensía.
Þetta verður fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2027, en liðið mætir svo Englandi á City Ground í Nottingham laugardaginn 7. mars.
Castellon er höfuðborg Castellón-héraðs í sjálfstjórnarsvæðinu Valensía.
Þetta verður fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2027, en liðið mætir svo Englandi á City Ground í Nottingham laugardaginn 7. mars.
Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína en efsta lið riðilsins fær HM sæti en liðin í öðru og þriðja fara í umspil.
Athugasemdir



