Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 17:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Þurfum að vinna og sjá hverju það skilar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Manchester City tekur á móti tyrkneska liðinu Galatasaray í lokaumferð Meistaradeildarinnar á morgun. City er með 13 stig í ellefta sæti en efstu átta liðin tryggja sér beint sæti í 16-liða úrslitum, liðin í sætum 9-24 enda í umspili.

City gæti komist inn í topp átta en þarf þá að vinna Tyrkina og treysta á úrslit úr öðrum leikjum.

„Ég væri til í að vera með fleiri stig en við erum í fínni stöðu. Við þurfum að vinna okkar leik og sjá hvar við endum," sagði Pep Guardiola, stjóri City, á fréttamannafundi.

Galatasaray er vel mannað lið og er taplaust í fjórum síðustu leikjum sínum gegn enskum liðum. Meðal leikmanna liðsins eru Ilkay Gundogan og Leroy Sane, fyrrum leikmenn City, sem mæta aftur á sinn gamla heimavöll á morgun.

Á fréttamannafundinum í dag var Guardiola spurður út í hvort það væri áhyggjuefni að tölfræði Erling Haaland hefði dalað síðustu vikur.

„Maður á aldrei að vanmeta bestu markaskorarana. Það er á ábyrgð liðsins að hann hefur ekki verið að skora," sagði Guardiola.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner