Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Birkir Heimisson (Valur)
14. maí 2016. Þetta er nýjasta myndin af Birki en hann hefur leikið erlendis undanfarin ár. Þarnar er hann í treyju Þórs en hann gekk í raðir Vals í vetur frá Hollandi.
14. maí 2016. Þetta er nýjasta myndin af Birki en hann hefur leikið erlendis undanfarin ár. Þarnar er hann í treyju Þórs en hann gekk í raðir Vals í vetur frá Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Donni Sig.
Donni Sig.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hudson-Odoi.
Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Birkir Heimisson steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá Þór á Akureyri. Eftir að hafa vakið athygli þar hélt hann til Heerenveen í Hollandi.

Eftir síðasta tímabil fór Birkir frá Hollandi og samdi við Val. Birkir segir í dag frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Birkir Heimisson

Gælunafn: Heimiss var alltaf notað í Hollandi þar sem þeir gátu ekki sagt Birkir

Aldur: Ný orðinn tvítugur

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ætli fyrsti alvöru leikurinn í meistaraflokk hafi ekki verið sumarið 2016 með Þór í Inkasso deildinni.

Uppáhalds drykkur: Sódavatns tækið heima er mjög sterkt

Uppáhalds matsölustaður: Krua siam á ak

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Kia Ríó

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Nicky Jam

Uppáhalds tónlistarmaður: Ozuna

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, daím og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Staðan? Frá Ágústi Hlyns, mjög óþolinmóður náungi

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Gula liðið á Akureyri

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hudson Odoi í leik á móti u19 Englandi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Donni Sigurðsson gaf mér fyrstu leikina í mfl, á honum mikið að þakka

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ágúst Hlynsson var leiðinlegur andstæðingur í 5 flokk

Sætasti sigurinn: Unnum Feeyenoord í deildinni með varaliðinu síðasta veturinn minn hjá Heerenveen. Það var stór sigur fyrir klúbbinn

Mestu vonbrigðin: Ná ekki debut hjá aðalliðinu hjá Heerenveen

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það væri Ágúst Eðvald Hlynsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Fannar Heimisson, 5fl hjá Þór

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jónas Björgvin Sigurbergsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru allir komnir með konu í liðinu.

Uppáhalds staður á Íslandi: Þorpið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var leikur með u19 og ég var að elta gaurinn sem var með boltann þegar bakvörðurinn í mínu liði ætlar að strauja hann en straujar mig í staðinn og hann kemst í gegn og skorar.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer í sturtu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Íslenska körfuboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas skóm

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var mjög slakur alltaf í ensku

Vandræðalegasta augnablik: fyrsta viðtalið mitt hjá Heerenveen, kunni litla sem enga ensku þá og var búinn að æfa svörin heima daginn fyrir. Ekki gott móment og þetta hangir ennþa inn á youtube

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sigurður Marinó myndi alltaf redda öllu, Jónas Björgvin myndi taka sálfræðina á þetta og Ágúst Hlyns væri vitleysingurinn í hópnum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ættaður frá Breiðdalsvík

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Valgeir Lundal algjör kóngur

Hverju laugstu síðast: kemur ekkert upp í hugann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta
Athugasemdir
banner
banner