Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. mars 2022 01:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Sigurmark James dugði ekki til - Brasilía og Argentína taplaus
Perú í umspilið
James Rodriguez
James Rodriguez
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í undankeppni HM hjá þjóðunum í Suður Ameríku fór fram í kvöld. Brasilía, Argentína, Úrugvæ og Ekvador voru búin að tryggja sér farseðilinn til Katar fyrir leiki kvöldsins.


Baráttan var á milli Perú og Kólumbíu um sæti í umspili. Kólumbía þurfti að treysta á að Paragvæ myndi taka stig af Perú til að eiga möguleika.

James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigur gegn Venesúela en hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Þá þurfti Perú að vinna Paragvæ.

Perú náði forystunni strax á 5. mínútu og náðu að tvöfalda forystuna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Paragvæ var meira með boltann en gekk illa að koma boltanum á markið, fleiri mörk voru ekki skoruð. Perú fer í umspilið og mætir annað hvort Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum eða Ástralíu.

Brasilía og Argentína fóru í gegnum riðilinn án þess að tapa. Brasilía vann Bólivíu 4-0 á meðan Argentína gerði jafntefli gegn Ekvador.

Bólivía 0-4 Brasilía
0-1 L. Paqueta ('24)
0-2 Richarlison ('45)
0-3 B. Guimaraes ('66)
0-4 Richarlison ('90+1)

Síle 0-2 Úrugvæ

0-1 L. Suarez ('79)
0-2 F. Valverde ('90)

Ekvador 1-1 Argentína
0-1 J. Alvarez
0-1 E. Valencia misnotaði víti (90+2)
1-1 E. Valencia (90+3)

Perú 2-0 Paragvæ
1-0 G. Lapadula ('5)
2-0 Y. Yotun ('42)

Venesúela 0-1 Kólumbía
0-1 James Rodriguez ('45+4)


Athugasemdir
banner
banner