Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Þór/KA fær Berglindi frá Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA er búið að næla í Berglindi Baldursdóttur frá Breiðabliki. Hún er uppalin hjá KA en skipti ung til Breiðabliks og á átta leiki að baki með Blikum í efstu deild.

Berglind er fædd árið 2000 og á fjóra leiki að baki fyrir U17 og U19 landslið Íslands. Hún spilaði tvo leiki með Blikum í Pepsi-Max deildinni í fyrra og lék einnig fyrir Vandals, frá Idaho, í bandaríska háskólaboltanum.

Þar að auki hefur Berglind spilað fyrir Hauka í gömlu Inkasso-deildinni og Augnablik í 2. deild.

Berglind getur spilað í vörn og á miðju og verður áhugavert að fylgjast með henni á Akureyri.


Athugasemdir
banner
banner