Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 30. maí 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern skoraði fimm gegn Dusseldorf
Bayern 5 - 0 Düsseldorf
1-0 Mathias 'Zanka' Jörgensen ('15, sjálfsmark)
2-0 Benjamin Pavard ('29)
3-0 Robert Lewandowski ('43)
4-0 Robert Lewandowski '50)
5-0 Alphonso Davies ('52)

FC Bayern gjörsamlega rúllaði upp fallbaráttuliði Fortuna Düsseldorf er liðin mættust í síðasta leik dagsins í þýska boltanum.

Veislan byrjaði á fimmtándu mínútu þegar danski varnarmaðurinn Mathias Jörgensen, einnig þekktur sem Zanka, fékk misheppnað skot frá Benjamin Pavard í sig og skoraði sjálfsmark.

Pavard tvöfaldaði forystu Bayern korteri síðar með skalla eftir hornspyrnu og gerði Robert Lewandowski þriðja markið skömmu fyrir leikhlé. Mark Lewandowski kom eftir glæsilega tiki-taka sókn.

Lewandowski bætti öðru marki sínu við í upphafi síðari hálfleiks og gerði Alphonso Davies fimmta og síðasta mark leiksins skömmu síðar.

Bayern er með tíu stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar sem stendur en Dortmund getur minnkað hana niður í sjö stig með sigri gegn Paderborn á morgun.

Lewandowski er orðinn markahæsti leikmaður helstu deilda Evrópu með 29 mörk.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir