Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 30. júní 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fyrst og fremst góð liðsframmistaða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór vann annan sigurinn sinn í Lengjudeildinni í kvöld gegn Þrótti Vogum en sá fyrsti kom í fyrstu umferð gegn Kórdrengjum.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.

„Hún er rosalega góð. Við unnum nátturulega bara í fyrstu umferð og erum búnir að vera ströggla við að skora sérstaklega, við erum búnir að skora tvö mörk í fjórum leikjum á heimavelli fyrir þennan leik þrátt fyrir að hafa skapað okkur fullt af færum," sagði Þorlákur.

„Svo datt fyrsta markið mjög snemma og annað í kjölfarið. Við spiluðum fyrri hálfleikinn gríðarlega vel, sigldum þessu inn í fyrri hálfleik."

Alexander Már Þorláksson, sonur Þorláks, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór og skoraði og lagði upp, þá var Ion Perelló Machi einnig að spila sinn fyrsta leik.

„Mér fannst báðir nýju leikmennirnir Ion og Alexander 'fitta' rosalega vel inn í þetta og hjálpa liðinu mikið. Þetta var fyrst og fremst mjög góð liðsframmistaða. Maður er búinn að vera bíða eftir því á heimavelli, þar sem við höfum verið með boltann meirilhutann af þessum leikjum, að skora. Þegar fyrsta færið dettur inn þá er þvílíkur léttir á liðinu," sagði Þorlákur.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir