Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fim 30. júní 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fyrst og fremst góð liðsframmistaða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór vann annan sigurinn sinn í Lengjudeildinni í kvöld gegn Þrótti Vogum en sá fyrsti kom í fyrstu umferð gegn Kórdrengjum.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.

„Hún er rosalega góð. Við unnum nátturulega bara í fyrstu umferð og erum búnir að vera ströggla við að skora sérstaklega, við erum búnir að skora tvö mörk í fjórum leikjum á heimavelli fyrir þennan leik þrátt fyrir að hafa skapað okkur fullt af færum," sagði Þorlákur.

„Svo datt fyrsta markið mjög snemma og annað í kjölfarið. Við spiluðum fyrri hálfleikinn gríðarlega vel, sigldum þessu inn í fyrri hálfleik."

Alexander Már Þorláksson, sonur Þorláks, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór og skoraði og lagði upp, þá var Ion Perelló Machi einnig að spila sinn fyrsta leik.

„Mér fannst báðir nýju leikmennirnir Ion og Alexander 'fitta' rosalega vel inn í þetta og hjálpa liðinu mikið. Þetta var fyrst og fremst mjög góð liðsframmistaða. Maður er búinn að vera bíða eftir því á heimavelli, þar sem við höfum verið með boltann meirilhutann af þessum leikjum, að skora. Þegar fyrsta færið dettur inn þá er þvílíkur léttir á liðinu," sagði Þorlákur.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Alexander Már Þorláksson
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner