Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fim 30. júní 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fyrst og fremst góð liðsframmistaða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór vann annan sigurinn sinn í Lengjudeildinni í kvöld gegn Þrótti Vogum en sá fyrsti kom í fyrstu umferð gegn Kórdrengjum.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.

„Hún er rosalega góð. Við unnum nátturulega bara í fyrstu umferð og erum búnir að vera ströggla við að skora sérstaklega, við erum búnir að skora tvö mörk í fjórum leikjum á heimavelli fyrir þennan leik þrátt fyrir að hafa skapað okkur fullt af færum," sagði Þorlákur.

„Svo datt fyrsta markið mjög snemma og annað í kjölfarið. Við spiluðum fyrri hálfleikinn gríðarlega vel, sigldum þessu inn í fyrri hálfleik."

Alexander Már Þorláksson, sonur Þorláks, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór og skoraði og lagði upp, þá var Ion Perelló Machi einnig að spila sinn fyrsta leik.

„Mér fannst báðir nýju leikmennirnir Ion og Alexander 'fitta' rosalega vel inn í þetta og hjálpa liðinu mikið. Þetta var fyrst og fremst mjög góð liðsframmistaða. Maður er búinn að vera bíða eftir því á heimavelli, þar sem við höfum verið með boltann meirilhutann af þessum leikjum, að skora. Þegar fyrsta færið dettur inn þá er þvílíkur léttir á liðinu," sagði Þorlákur.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
7. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Alexander Már Þorláksson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
22. Haukur Leifur Eiríksson
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Athugasemdir
banner
banner