Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 30. júlí 2019 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ejub: Hefði orðið mjög svekktur ef við hefðum ekki náð að jafna
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þórsarar byrjuðu leikinn betur en svo eigum við góðan kafla og eins og fótbolti getur verið skrítinn þá skoruðu Þórsararnir á þeim kafla, seinni hálfleikur var svo okkar eign," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga, eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór á Þórsvelli.

Lestu um leikinn: Þór 1 -1 Víkingur Ó.

Ejub talaði þá um að markið sem liðið hans skoraði hafi verið sanngjarnt miðað við gang leiksins og lið hans hafi verið betra í flestum þáttum leiksins.

Leikurinn breyttist í seinni hálfleik. Ólafsvíkingar komu sterkari inn í leikinn og virtust Þórsarar ekki hafa lausnir á því hvernig þeir ættu að ná aftur stjórn á leiknum. Ejub var spurður að því hvort hann hafi breytt einhverju í hálfleik.

„Ég breytti aðeins í hálfleik. Við fórum aðeins framar á völlinn og svo breyti ég síðar um leikkerfi. Mér finnst samt það eina sem við þurftum að gera var að skora mark og við fengum fín færi til þess. Ég hefði orðið mjög svekktur ef við hefðum ekki náð að jafna í restina."

Ejub var spurður út í framhaldið hjá Ólafsvíkingum og markmið hans með liðið í sumar.

„Ég hef verið heppinn síðustu tíu ár ég hef alltaf verið í úrvalsdeildinni, farið upp úr næstefstu deild eða verið í baráttunni um að gera það. Ég stefni alltaf á að fara upp."

Að lokum var Ejub spurður að því hvort hann ætli sér að styrkja leikmannahópinn fyrir lok gluggans en glugginn lokast annað kvöld. Svar Ejub við þeirri spurningu sem og allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner