Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 30. júlí 2019 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Spiluðum barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleiknum gegn Gróttu en liðið var 2-0 yfir í hálfleik en tókst að glutra forystunni og endaði leikurinn því 2-2.

Sigurður tók við liðinu í byrjun júlí og hefur náð góðum árangri en Stefán Gíslason fór þá til Belgíu og tók við Lommel.

Hann var sáttur með sína menn í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Gróttumenn tvö mörk.

„Þeir koma af miklum krafti út í seinni hálfleikinn, breyta um kerfi og við spiluðum mjög barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar," sagði Sigurður við Fótbolta.net í kvöld.

„Við pældum lítið í hvernig þeir ætluðu að spila þetta og við settum upp okkar leikplan sem er misjafnt milli leikja en það virkaði fínt í fyrri hálfleik og mjög ánægður með það en svo komum við inn í seinni hálfleikinn eins og við gerðum."

Stefán Árni Geirsson, sem var lykilmaður Leiknis í dag, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks er hann mætti of seint í tæklingu.

„Eins og ég sá þetta þá var þetta óheppni hjá honum. Hann ætlaði að stíga hann út og stígur ofan á hann. Mér fannst þetta ekki beint ásetningur að hann ætlaði að brjóta eða henda sér í tæklingu. Óheppni held ég."

Sigurður er ánægður með byrjunina en samt sem áður svekktur með að hafa ekki náð sigri í dag.

„Þetta er mjög gott. Þetta er bara svekkjandi í dag og sorglegt að ná ekki að stela sigrinum í lokin. Fáum tvö dauðafæri en eins og ég segi byrjunin á þessu hjá mér búin að vera mjög skemmtileg," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner