Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 30. júlí 2019 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Spiluðum barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleiknum gegn Gróttu en liðið var 2-0 yfir í hálfleik en tókst að glutra forystunni og endaði leikurinn því 2-2.

Sigurður tók við liðinu í byrjun júlí og hefur náð góðum árangri en Stefán Gíslason fór þá til Belgíu og tók við Lommel.

Hann var sáttur með sína menn í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Gróttumenn tvö mörk.

„Þeir koma af miklum krafti út í seinni hálfleikinn, breyta um kerfi og við spiluðum mjög barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar," sagði Sigurður við Fótbolta.net í kvöld.

„Við pældum lítið í hvernig þeir ætluðu að spila þetta og við settum upp okkar leikplan sem er misjafnt milli leikja en það virkaði fínt í fyrri hálfleik og mjög ánægður með það en svo komum við inn í seinni hálfleikinn eins og við gerðum."

Stefán Árni Geirsson, sem var lykilmaður Leiknis í dag, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks er hann mætti of seint í tæklingu.

„Eins og ég sá þetta þá var þetta óheppni hjá honum. Hann ætlaði að stíga hann út og stígur ofan á hann. Mér fannst þetta ekki beint ásetningur að hann ætlaði að brjóta eða henda sér í tæklingu. Óheppni held ég."

Sigurður er ánægður með byrjunina en samt sem áður svekktur með að hafa ekki náð sigri í dag.

„Þetta er mjög gott. Þetta er bara svekkjandi í dag og sorglegt að ná ekki að stela sigrinum í lokin. Fáum tvö dauðafæri en eins og ég segi byrjunin á þessu hjá mér búin að vera mjög skemmtileg," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner