29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 30. júlí 2019 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Spiluðum barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleiknum gegn Gróttu en liðið var 2-0 yfir í hálfleik en tókst að glutra forystunni og endaði leikurinn því 2-2.

Sigurður tók við liðinu í byrjun júlí og hefur náð góðum árangri en Stefán Gíslason fór þá til Belgíu og tók við Lommel.

Hann var sáttur með sína menn í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Gróttumenn tvö mörk.

„Þeir koma af miklum krafti út í seinni hálfleikinn, breyta um kerfi og við spiluðum mjög barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar," sagði Sigurður við Fótbolta.net í kvöld.

„Við pældum lítið í hvernig þeir ætluðu að spila þetta og við settum upp okkar leikplan sem er misjafnt milli leikja en það virkaði fínt í fyrri hálfleik og mjög ánægður með það en svo komum við inn í seinni hálfleikinn eins og við gerðum."

Stefán Árni Geirsson, sem var lykilmaður Leiknis í dag, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks er hann mætti of seint í tæklingu.

„Eins og ég sá þetta þá var þetta óheppni hjá honum. Hann ætlaði að stíga hann út og stígur ofan á hann. Mér fannst þetta ekki beint ásetningur að hann ætlaði að brjóta eða henda sér í tæklingu. Óheppni held ég."

Sigurður er ánægður með byrjunina en samt sem áður svekktur með að hafa ekki náð sigri í dag.

„Þetta er mjög gott. Þetta er bara svekkjandi í dag og sorglegt að ná ekki að stela sigrinum í lokin. Fáum tvö dauðafæri en eins og ég segi byrjunin á þessu hjá mér búin að vera mjög skemmtileg," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner