Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 30. júlí 2019 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Spiluðum barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleiknum gegn Gróttu en liðið var 2-0 yfir í hálfleik en tókst að glutra forystunni og endaði leikurinn því 2-2.

Sigurður tók við liðinu í byrjun júlí og hefur náð góðum árangri en Stefán Gíslason fór þá til Belgíu og tók við Lommel.

Hann var sáttur með sína menn í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Gróttumenn tvö mörk.

„Þeir koma af miklum krafti út í seinni hálfleikinn, breyta um kerfi og við spiluðum mjög barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar," sagði Sigurður við Fótbolta.net í kvöld.

„Við pældum lítið í hvernig þeir ætluðu að spila þetta og við settum upp okkar leikplan sem er misjafnt milli leikja en það virkaði fínt í fyrri hálfleik og mjög ánægður með það en svo komum við inn í seinni hálfleikinn eins og við gerðum."

Stefán Árni Geirsson, sem var lykilmaður Leiknis í dag, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks er hann mætti of seint í tæklingu.

„Eins og ég sá þetta þá var þetta óheppni hjá honum. Hann ætlaði að stíga hann út og stígur ofan á hann. Mér fannst þetta ekki beint ásetningur að hann ætlaði að brjóta eða henda sér í tæklingu. Óheppni held ég."

Sigurður er ánægður með byrjunina en samt sem áður svekktur með að hafa ekki náð sigri í dag.

„Þetta er mjög gott. Þetta er bara svekkjandi í dag og sorglegt að ná ekki að stela sigrinum í lokin. Fáum tvö dauðafæri en eins og ég segi byrjunin á þessu hjá mér búin að vera mjög skemmtileg," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner