Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. júlí 2020 08:00
Fótbolti.net
Sandra fékk að spila með fyrirmyndinni sinni - „Var með stjörnur í augunum á æfingum"
Katrín Jónsdóttir lék 133 A-landsleiki.
Katrín Jónsdóttir lék 133 A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra á landsliðsæfingu snemma á landsliðsferlinum.
Sandra á landsliðsæfingu snemma á landsliðsferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árið 2012 var mikið landsliðsár hjá Söndru Maríu Jessen, núverandi leikmanni Leverkusen og þáverandi leikmanni Þór/KA. Sandra ræddi það í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn fyrir einu og hálfu ári síðan.

„Sandra María varð fljótt fyrirferðamikil í íslenska boltanum. Hún byrjaði að spila með Þór/KA í efstu deild þegar hún var 16 ára gömul og afrekaði það svo ári síðar að spila með öllum landsliðum Íslands. U17, U19, U23 og A-landsliðinu þar sem hún vakti aldeilis athygli og skoraði með fyrstu snertingu í tveimur fyrstu landsleikjum sínum." segir í frétt Fótbolta.net þann 31. janúar árið 2019.

Sjá einnig:
Heimavöllurinn: Vildi nýja áskorun eftir erfiða mánuði

„Náttúrulega eins og að lesa úr einhverri bók"
Sandra var í hlaðvarpsviðtali fyrr í þessari viku beðin um að líta til baka á landsliðsárið 2012. Viðtalið má hlusta á neðst í fréttinni.

„Ég var sautján ára gömul og var ekki búin að láta mér að detta í hug að spila með landsliðinu á þeim aldri. Ég var óvænt kölluð í hópinn þegar Katrín Ásbjörnsdóttir, þáverandi liðsfélagi min hjá Þór/KA, meiddist. Ég bjóst svo ekki við að vera í hóp á leikdag, það voru 18 af 23 manna æfingahópi sem eru í hópnum. Ég fékk þau óvæntu tíðindi að ég yrði ein af átján og hélt að það væri verið að verðlauna mig fyrir að hafa staðið mig vel á æfingum og fá því að vera með á bekknum," sagði Sandra.

„En ég fæ síðan að koma inn á í leiknum og næ svo að skora með minni fyrstu snertingu í mínum fyrsta leik og það er náttúrulega eins og að lesa úr einhverri bók, þetta var algjör draumur fyrir mig. Ég spilaði svo minn annan landsleik nokkrum mánuðum seinna og skoraði aftur með fyrstu snertingunni minni þar. Öll heppni var með mér og það vildi allt fara inn. Þetta ár varð mjög gott og mögulega mitt besta landsliðsár til þessa."

„Hvað er betra en að upplifa að fá að spila með þinni eigin fyrirmynd?"
Síðar í viðtalinu var Sandra spurð út í fyrirmyndina sína þegar hún ung hóf að iðka knattspyrnu. Sandra segir að fyrirmyndin hafi alltaf verið Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði. Katrín var landsliðsfyrirliði þegar Sandra kom fyrst inn í A-landsliðið.

„Mín fyrirmynd frá því ég var lítil var alltaf Katrín Jónsdóttir. Ég leit mjög mikið upp til hennar, líka sem karakter, mér fannst hún geggjuð. Ég var mjög heppin að fá að spila síðasta landsliðsárið hjá henni, eitthvað sem ég bjóst aldrei að fá að gera, mín fyrirmynd allt í einu orðin liðsfélagi á vellinum."

Hvernig var fyrir Söndru að vera í landsliðshópnum með Katrínu?

„Mér fannst ég ennþá vera barn þegar ég var valin í landsliðshópinn, ég var svo ung. Katrín einhvern veginn tók mig svo alveg inn í hópinn eins og ég væri liggur við barnið hennar. Það var algjör draumur fyrir mig og maður var með stjörnur í augunum á æfingum með henni. Ég lærði rosalega mikið af henni þetta tímabil með henni og rosalega ánægð að hafa fengið að spila nokkra leiki með henni. Hvað er betra en að upplifa að fá að spila með þinni eigin fyrirmynd? Ég held að það sé ekkert mikið betra en það," sagði Sandra.

Meira úr viðtalinu:
„Kvennaliðið græðir rosalega mikið á því hvað karlaliðið er gott"
Sandra María: Þakklát fyrir að fá að upplifa drauminn
„Mér líður miklu betur bæði líkamlega og andlega"
Sandra María: Þakklát fyrir að fá að upplifa drauminn
Athugasemdir
banner
banner
banner