Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. júlí 2021 11:10
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik og Víkingur leika á frídegi verslunarmanna
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks.
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að Breiðablik sló út Austria Vín í Sambandsdeildinni og tryggði sér einvígi gegn Aberdeen frá Skotlandi hefur leikur liðsins gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni verður færður fram um einn dag.

Breiðablik fær Víkinga í heimsókn á mánudagskvöld, á frídegi verslunarmanna, og leikur svo fyrri leik sinn gegn Aberdeen á Kópavogsvelli á fimmtudaginn.

„Við þurfum að passa okkur á því að njóta þess að vera spila frábæra leiki við frábær lið á þriggja daga fresti. Það eru forréttindi." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir frækinn sigur gegn Austria Vín í gær.

Víkingur er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar en Breiðablik sem á leik til góða er í fjórða sætinu.

mánudagur 2. ágúst
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

þriðjudagur 3. ágúst
18:00 KA-Keflavík (Greifavöllurinn)
19:15 Fylkir-Leiknir R. (Würth völlurinn)

miðvikudagur 4. ágúst
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
19:15 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner