Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 30. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton tilbúið að selja nokkra - James vonsvikinn með félagið og Benítez
Mynd: Getty Images
Everton hefur sagt nokkrum leikmönnum að þeir megi fara frá félaginu ef ásættanlegt tilboð kemur í þá í sumar. Liverpool Echo nafngreinir þrjá þeirra; James Rodriguez, Fabian Delph og Jonoe Kenny.

Fréttaflutningur á Spáni hefur verið á þá leið að Rafa Benítez, nýr stjóri Everton, hafi sagt James að ekki sé þörf á hans kröftum.

„Á fyrsta degi undirbúningstímabilsins ræddi Rafa við James," segir spænski blaðamaðurinn Edu Aguirre.

„Á fundingum segir hann James að hann sé ekki að stóla á hann og að hann sé ekki að fara spila. James er því að leita leiða til að yfirgefa félagið. Hann myndi elska að vera hjá Everton og honum líkar vel við ensku deildina en ef hann er ekki að fara spila þá þarf hann að finna leið burt. Hann er þrítugur og vill spila."

„Það er satt að James er dálítið dapur og vonsvikinn með bæði félagið og Benítez. Hann er sorgmæddur út af þessu. Honum finnst hann hafa gefið allt sem hann átti fyrir félagið. Hann á eitt ár eftir af samningi,"
sagði Aguirre.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner