Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júlí 2022 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wilder: Algjört bull að hafa gluggann opinn út ágúst
Mynd: Getty Images

Chris Wilder knattspyrnustjóri Middlesbrough er ekki sáttur með að félagaskiptaglugginn sé opinn allan ágúst mánuð og loki ekki fyrr en um næstu mánaðamót.


Keppni hefst fyrr en vanalega í helstu deildum Evrópu vegna HM sem haldið verður í Katar í vetur. Enska Championship deildin er til að mynda farin af stað og eru sjö umferðir á dagskrá næsta mánuðinn.

Félagaskiptaglugginn verður opinn allan þennan tíma og því geta félög í deildinni búist við að gera breytingar á leikmannahópnum meðan deildarkeppnin er í gangi.

„Að mínu mati ætti glugginn að loka degi áður en sparkað er í fyrsta boltann. Þá vita allir hvar þeir standa áður en tímabilið er farið af stað," sagði Wilder.

„Það verður mikið um efasemdir og óöryggi næsta mánuðinn. Það eru sjö leikir framundan og við þurfum ekki bara að undirbúa okkur fyrir þá heldur líka að glíma við möguleikann að missa leikmenn frá okkur. Svo gætum við fengið nýja leikmenn inn og það getur haft áhrif á sjálfstraust leikmanna. 

„Þetta er bull, algjört bull, en svona er þetta og við verðum að lifa með þessu."

Middlesbrough mætir West Brom í fyrstu umferð Championship deildarinnar í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner