Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mið 30. ágúst 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Úlfur: Ánægður að koma hingað og vinna sannfærandi
Kvenaboltinn
Úlfur var ánægður með sigurinn í kvöld
Úlfur var ánægður með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon þjálfari Valskvenna var að vonum ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld. Sigurinn var öruggur en lokatölur urðu 3-0.

„Ég er bara mjög ánægður með liðið í dag. Við vissum að við þyrftum að vera rólega og gefa okkur tíma og láta boltann rúlla. Mér fannst við tækla það ansi vel í dag. Skoruðum góð mörk og ég er bara glaður,“ sagði Úlfur að leik loknum.

Valur fékk töluvert á færum í leiknum en í hálfleik var enn markalaust. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og hefðu þau án efa getað orðið fleiri.

„Við héldum hreinu í þessum leik. Skoruðum þrjú feikilega góð mörk. Ég hefði viljað hafa þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég er bara ánægður með spilamennsku míns liðs. Þetta var krefjandi leikur. Grindavík er búið að ná í fullt af fínum stigum gegn sterkum liðum og ég er ánægður að koma hingað og vinna sannfærandi sigur.“

Grindavík voru þéttar í vörninni og kom það Úlfi ekki á óvart.

„Ég er búinn að horfa á leiki með Grindavík og þær liggja þéttar til baka og eru með góða færslu. Það er erfitt að vera á hreyfingu allan leikinn en ef liðið er gott að færa boltann eru opnanir.“

Titilvonir Vals eru litlar en þó er enn von á Íslandsmeistaratitli á Hlíðarenda. Valur er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir toppliði Þór/KA eftir leik kvöldsins en aðeins þrír leikir eru eftir.

„Við erum bara með fókusinn að gefa allt í hvern einasta leik og ná í þrjú stig og svo skoðum við hvað það gefur okkur.“
Athugasemdir