Úlfur Blandon þjálfari Valskvenna var að vonum ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld. Sigurinn var öruggur en lokatölur urðu 3-0.
„Ég er bara mjög ánægður með liðið í dag. Við vissum að við þyrftum að vera rólega og gefa okkur tíma og láta boltann rúlla. Mér fannst við tækla það ansi vel í dag. Skoruðum góð mörk og ég er bara glaður,“ sagði Úlfur að leik loknum.
Valur fékk töluvert á færum í leiknum en í hálfleik var enn markalaust. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og hefðu þau án efa getað orðið fleiri.
„Við héldum hreinu í þessum leik. Skoruðum þrjú feikilega góð mörk. Ég hefði viljað hafa þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég er bara ánægður með spilamennsku míns liðs. Þetta var krefjandi leikur. Grindavík er búið að ná í fullt af fínum stigum gegn sterkum liðum og ég er ánægður að koma hingað og vinna sannfærandi sigur.“
Grindavík voru þéttar í vörninni og kom það Úlfi ekki á óvart.
„Ég er búinn að horfa á leiki með Grindavík og þær liggja þéttar til baka og eru með góða færslu. Það er erfitt að vera á hreyfingu allan leikinn en ef liðið er gott að færa boltann eru opnanir.“
Titilvonir Vals eru litlar en þó er enn von á Íslandsmeistaratitli á Hlíðarenda. Valur er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir toppliði Þór/KA eftir leik kvöldsins en aðeins þrír leikir eru eftir.
„Við erum bara með fókusinn að gefa allt í hvern einasta leik og ná í þrjú stig og svo skoðum við hvað það gefur okkur.“
„Ég er bara mjög ánægður með liðið í dag. Við vissum að við þyrftum að vera rólega og gefa okkur tíma og láta boltann rúlla. Mér fannst við tækla það ansi vel í dag. Skoruðum góð mörk og ég er bara glaður,“ sagði Úlfur að leik loknum.
Valur fékk töluvert á færum í leiknum en í hálfleik var enn markalaust. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og hefðu þau án efa getað orðið fleiri.
„Við héldum hreinu í þessum leik. Skoruðum þrjú feikilega góð mörk. Ég hefði viljað hafa þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég er bara ánægður með spilamennsku míns liðs. Þetta var krefjandi leikur. Grindavík er búið að ná í fullt af fínum stigum gegn sterkum liðum og ég er ánægður að koma hingað og vinna sannfærandi sigur.“
Grindavík voru þéttar í vörninni og kom það Úlfi ekki á óvart.
„Ég er búinn að horfa á leiki með Grindavík og þær liggja þéttar til baka og eru með góða færslu. Það er erfitt að vera á hreyfingu allan leikinn en ef liðið er gott að færa boltann eru opnanir.“
Titilvonir Vals eru litlar en þó er enn von á Íslandsmeistaratitli á Hlíðarenda. Valur er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir toppliði Þór/KA eftir leik kvöldsins en aðeins þrír leikir eru eftir.
„Við erum bara með fókusinn að gefa allt í hvern einasta leik og ná í þrjú stig og svo skoðum við hvað það gefur okkur.“
Athugasemdir





















