Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. september 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær í viðtali við Tómas Þór: Jákvæð frammistaða
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson voru partur af teymi Símans sem flaug út til að fylgjast með viðureign Manchester United og Arsenal fyrr í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og fékk Tómas Þór viðtal við Ole Gunnar Solskjær að leikslokum.

„Þetta var jákvæð frammistaða en við erum svekktir að hafa ekki náð í öll stigin. Viljinn var til staðar en okkur tókst bara ekki að skora mark númer tvö," sagði Solskjær.

„Við höfum lent í svo mörgum leikjum þar sem við erum 1-0 yfir en klárum ekki dæmið. Við verðum að læra að bæta við fleiri mörkum, eins og við gerðum gegn Chelsea. Í þeim leik vörðumst við vel og keyrðum í sókn þegar við fengum boltann. Í dag vorum við of passívir, við gáfum alltof margar sendingar til baka og til hliðar."

Solskjær talaði að lokum um mikilvægi þess að gefa ungum leikmönnum spiltíma og þá var hann einnig spurður út í mark Pierre-Emerick Aubameyang. Sóknarmaðurinn var flaggaður rangstæður en markið fékk að standa þökk sé VAR.

„Þetta var rétt ákvörðun, því miður fyrir okkur. Þetta var slæmt mark að fá á sig en svona er fótboltinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner