Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 30. september 2022 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Alfreð Finnbogason: Vil sýna hvað ég get fyrir jól
Mynd: Lyngby

Alfreð Finnbogason skipti til Lyngby á frjálsri sölu í sumar eftir sjö ár hjá Augsburg sem einkenndust af miklum meiðslavandræðum.


Alfreð skoraði 39 mörk í 122 leikjum með Augsburg en hefur farið hægt af stað í dönsku deildinni og á eftir að skora eftir þrjá fyrstu leikina.

Hjá Lyngby spilar Alfreð undir stjórn Freys Alexanderssonar en þeir þekkjast vel eftir að Freyr var aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu frá 2018 til 2020.

„Það er frábært að vera kominn aftur úr meiðslum og geta spilað fyrir íslenska landsliðið, það er eitthvað sem ég hef ekki getað síðustu tvö ár. Það er skemmtilegt að vera partur af uppbyggingunni sem á sér stað með kynslóðaskiptunum þar," sagði Alfreð í viðtali við vefsíðu Lyngby.

„Það var frábært að ná í sigur gegn Venesúela í leik sem var ekki mikið fyrir augað. Svo leið okkur eins og við hefðum sigrað þegar við náðum jafntefli í Albaníu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn manni færri.

„Ég byrjaði báða leikina og er í heildina búinn að spila fjóra byrjunarliðsleiki í röð. Líkaminn er að komast aftur í keppnisform og vonandi verð ég aftur upp á mitt besta sem fyrst. Ég vil sýna hvað ég get fyrir jól."

Sævar Atli Magnússon er einnig á mála hjá Lyngby sem hefur farið illa af stað í efstu deild og er aðeins með þrjú stig eftir tíu umferðir.


Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner