Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fös 30. september 2022 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Klárt að Erling er hávaxnari en Martínez
Lisandro Martínez
Lisandro Martínez
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var spurður út í baráttu Erling Braut Haaland og Lisandro Martínez í leik Manchester City og Manchester United á sunnudag.

Nágrannarnir mætast klukkan 13:00 á Etihad leikvanginum. Hæð Martínez hefur verið á milli tannanna á fólki frá komu hans frá Ajax í sumar, hann er mjög lágvaxinn af miðverði í ensku úrvalsdeildinni að vera.

Martínez er miðvörður United og Haaland er framherji City.

„Erling er hávaxnari, það er klárt mál. En mér líkar þegar fólk vanmetur leikmenn bara vegna stærðar þeirra. Þekkjandi út frá reynslu þá er ég ekki í nokkrum vafa um Martínez, hann er frábær leikmaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann mun berjast við framherja sem eru hávaxnari en hann," sagði Guardiola.

Athugasemdir
banner
banner
banner