Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 30. september 2022 11:41
Elvar Geir Magnússon
Hull rekur stjórann á leikdegi
Hull City hefur rekið stjórann Shota Arveladze en liðið er í 20. sæti í Championship-deildinni, af 24 liðum.

Tímasetningin vekur athygli en Hull á leik gegn Luton í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir landsleikjagluggann.

Arveladze er Georgíumaður sem tók við Hull í janúar. Hann hélt liðinu uppi í Championship-deildinni á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur liðið tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum.

Stjórnarformaðurinn Acun Ilicali segir að í landsleikjaglugganum hafi félagið haldið marga fundi með Shota Arveladze þar sem rætt var um leið félagsins og framtíðina.

„Á þessum fundum varð það ljóst að hugmyndir okkar og framtíðarsýn lágu ekki saman. Nú munum við veita Andy (Dawson) og leikmannahópnum stuðning meðan leitað er að besta kostinum til að leiða liðið áfram," segir Ilicali.

Andy Dawson, sem spilaði fyrir Hull í áratug, hefur tekið við sem bráðabirgðastjóri.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 0 0 0 0 0 0 0 0
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
2 Blackburn 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bristol City 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Charlton Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Derby County 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Hull City 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Middlesbrough 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Millwall 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Norwich 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Oxford United 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Portsmouth 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Preston NE 0 0 0 0 0 0 0 0
16 QPR 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sheffield Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Sheff Wed 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Stoke City 0 0 0 0 0 0 0 0
21 Swansea 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Watford 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 West Brom 0 0 0 0 0 0 0 0
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
24 Wrexham 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner