fös 30. september 2022 11:29
Ástríðan
Miklar breytingar hjá Njarðvík - Maggi Matt og Einar Orri hætta
Lengjudeildin
Einar Orri Einarsson er hættur hjá Njarðvík.
Einar Orri Einarsson er hættur hjá Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þórir Matthíasson.
Magnús Þórir Matthíasson.
Mynd: Njarðvík
Magnús Þórir Matthíasson staðfesti í Ástríðunni, þar sem hann var gestur, að hans skór væru komnir á hilluna. Magnús er 32 ára og lék með Keflavík, Fylki, Víði, Reyni Sandgerði, Kórdrengjum og Njarðvík á ferlinum.

Hann skoraði 8 mörk í 18 leikjum í 2. deildinni í sumar þar sem hann hjálpaði Njarðvík að vinna deildina og komast upp.

Í þættinum sagði hann einnig frá því að miðjumaðurinn öflugi Einar Orri Einarsson væri farinn frá Njarðvík.

„Ég verð ekki með á næsta ári. Þetta er komið gott hjá mér í boltanum. Ég er ekki að fara í fullan fótbolta næsta sumar. Ég veit að Einar Orri verður ekki áfram í Njarðvík. Ég veit ekki hvað hann mun gera," segir Magnús í þættinum.

Einar Orri er einu ári eldri en Magnús en hann skoraði tvö mörk í sautján leikjum með Njarðvíkingum í 2. deildinni. Hann er fyrrum leikmaður Kórdrengja og Keflavíkur en var samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net ekki boðinn nýr samningur hjá Njarðvík.

Breytingarnar komu flatt upp á mann
Það hafa orðið talsvert miklar breytingar hjá Njarðvíkingum eftir að liðið tryggði sér Lengjudeildarsætið. Ekki náðist samkomulag við Bjarna Jóhannsson um að halda áfram sem þjálfari og Hólmar Örn Rúnarsson (Bói) sem var við hans hlið hefur einnig látið af störfum.

Arnar Hallsson var í vikunni kynntur sem nýr þjálfari Njarðvíkur og Magnús telur að með þessari ráðningu sé hugsunin að yngja upp í hópnum.

„Liðið vann 18 leiki í sumar, báðir þjálfararnir eru farnir og ég og Einar förum. Það er óhætt að segja að þetta séu miklar breytingar. Það mun koma í ljós hvort þetta verði gott fyrir Njarðvík eða ekki," segir Magnús.

„Það kom mér á óvart að Bói hafi ekki fengið kallið. Hann átti risastóran þátt í þessu í sumar. Ég skil alveg Bjarna ef honum fannst hann ekki fá stuðninginn sem hann þurfti, Mér finnst þetta mjög áhugavert, allir stjórnarmenn töluðu um það þegar við tryggðum okkur upp að það átti að halda sama kjarnanum. Þetta kom flatt upp á mann, það er engin spurning."

Bjarni Jóhannsson hefur ekki viljað veita viðtal við Fótbolta.net eftir þjálfarabreytingarnar.
Ástríðan - Uppgjör í 2. deildinni - Gestir frá toppliðum og lið ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner