Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 30. september 2023 13:30
Aksentije Milisic
England: Watkins með þrennu þegar Villa niðurlægði Brighton
De Zerbi fékk skell.
De Zerbi fékk skell.
Mynd: EPA

Aston Villa 6 - 1 Brighton
1-0 Ollie Watkins ('14 )
2-0 Ollie Watkins ('21 )
3-0 Pervis Estupinan ('26 , sjálfsmark)
3-1 Ansu Fati ('50 )
4-1 Ollie Watkins ('65 )
5-1 Jacob Ramsey ('85)
6-1 Douglas Luiz ('90+7)


Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Aston Villa og Brighton en Villa hefur verið með gott tak á Brighton í síðustu leikjum þessara liða í deildinni og það hélt áfram í dag.

Ollie Watkins var sjóðandi heitur en hann gerði þrennu í 4-1 sigri Villa. Fyrsta markið skoraði hann á fjórtándu mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá Matty Cash. Sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og nú eftir sendingu frá Moussa Diaby.

Eftir einungis 26. mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir Unai Emery og hans menn en þá gerði Pervis Estupinan slysalegt sjálfsmark eftir misheppnað skot Diaby.

Brighton hóf síðari hálfleikinn vel og var það Ansu Fati sem minnkaði muninn með skoti af stuttu færi og var Brighton að hóta öðru markinu áður en Watkins gerði út um allar vonir gestanna. Hann skoraði þá með góðu skoti eftir sendingu frá John McGinn.

Villa var ekki hætt og var það varamaðurinn Jacob Ramsey sem kom Villa í 5-1 forystu með góðu skoti sem hafnaði í stönginni og inn. Það var síðan Brassinn Douglas Luiz sem rak síðasta naglann í kistu Brighton á lokaandartökum leiksins.

Frábær sigur Aston Villa staðreynd og er liðið nú í fjórða sætinu með fimmtán stig. Þetta var hins vegar þriðji tapleikurinn hjá Brighton á tólf dögum í öllum keppnum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner