Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 30. október 2017 12:20
Fótbolti.net
Þórður Inga: Fjölnishjartað ekki eins afgerandi í sumar
Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis.
Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þórður Ingason, markvörður og fyrirliði Fjölnis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þar ræddi hann meðal annars um liðið tímabil en í sumar hafnaði Fjölnir í 10. sæti Pepsi-deildarinnar.

„Við misstum sterka pósta úr liðinu fyrir tímabilið, of mörg mörk og stoðsendingar. Við fengum ekki nægilega mikil gæði inn í staðinn. Við vorum lélegir en mér fannst við aðeins betri en hinir fyrir neðan. Ég hafði ekki áhyggjur af því að við gætum fallið en auðvitað var þetta stressandi undir restina," segir Þórður.

„Það hefði verið hræðilegt fyrir félagið ef við hefðum fallið. Allir útlendingarnir hefðu farið og ungu leikmennirnir sem eru orðnir nægilega góðir til að spila hefðu örugglega líka farið. Þetta hefði verið bölvað vesen. Þetta var nauðsynlegt."

Einhverjum stuðningsmönnum Fjölnis fannst of margir erlendir leikmenn hjá liðinu í sumar og talað var um að enn fleiri heimastrákar ættu að fá að spila.

„Ef leikmaður er nægilega góður, þó hann sé ungur, þá fær hann að spila hjá Fjölni. Það hefur alltaf verið þannig. Gústi hefur verið að gefa mönnum mikinn spiltíma og tækifæri. Við þurfum að vinna að því að fækka aðeins útlendingunum og fá inn íslenska stráka á góðum aldri og gera þá að Fjölnismönnum," segir Þórður.

Ágúst Gylfason lét af störfum hjá Fjölni eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Ólafur Páll Snorrason tók við en þetta er fyrsta starf hans sem aðalþjálfari.

„Hann var hjá okkur sem spilandi aðstoðarþjálfari og gerði mjög jákvæða hluti þá. Hann kom með aga og festu inn í hópinn. Ég vona að hann muni taka til hendinni í því sem þarf að laga. Mér finnst þetta góð ráðning og spennandi hjá félaginu mínu," segir Þórður.

„Við erum að fara inn í fimmta tímabilið í röð í efstu deild og það er kominn smá stöðugleiki í þetta þó margir sterkir leikmenn og karakterar hafi farið á síðustu árum. Maður fann það alveg á liðnu tímabili að Fjölnishjartað, sem oft er talað um, var ekki eins afgerandi og oft áður. Það er svekkjandi hvað við missum marga leikmenn annað en þetta er kannski raunveruleiki sem við þurfum að búa við."

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner