Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 30. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Íslenska landsliðið til Katar í janúar
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið fer til Katar í janúar samkvæmt frétt Fotbollskanalen í Svíþjóð.

Sænska landsliðið verður í Katar 3-13. janúar og mætir þar Finnum 8. janúar. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í gær.

Svíar ætla að spila annan leik á meðan á dvöl þeirra stendur og líklegt er að sá leikur verði gegn íslenska landsliðinu.

Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því verða margir fastamenn ekki með íslenska landsliðinu í ferðinni til Katar.

Ísland fór til Katar í æfingabúðir í fyrra þar sem liðið lék æfingaleik við heimamenn. Ísland mætti Katar einnig í æfingaleik í Belgíu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner