Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz við Emery: Við brugðumst þér
Mynd: Getty Images
David Luiz, varnarmaður Arsenal, telur að leikmenn félagsins verði að taka á sig einhverja ábyrgð fyrir brottrekstur Unai Emery frá félaginu.

Emery var rekinn í gærmorgun eftir að hafa farið í gegnum sjö leiki í röð án sigurs. Hann var ráðinn til Arsenal í fyrra, hann tók við af Arsene Wenger.

David Luiz, sem var keyptur til Arsenal frá Chelsea síðasta sumar, tístaði um brottrekstur Emery í gær.

„Sorgardagur fyrir alla, sérstaklega þar sem við brugðumst þér stjóri. Fyrirgefðu," skrifaði krullhærði varnarmaðurinn.

„Þakka þér og stórkostlega þjálfarateyminu fyrir allt. Þú leggur mikið á þig, ert ástríðufullur um fótbolta og ert fyrirmynd, úrslitin skipta ekki máli."

„Gangi þér vel í framtíðinni."

Arsenal mætir Norwich á sunnudaginn og þar mun Freddie Ljungberg, fyrrum leikmaður Arsenal, stýra liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner