Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. nóvember 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester vill 14 milljónir fyrir Rodgers
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er hér fyrir neðan. Unai Emery, sem var rekinn frá Arsenal í gær, er í algjöru aðalhlutverki.



Arsenal ætlar að gera tilraun til að fá Brendan Rodgers til að taka við stjórastarfinu eftir brottrekstur Unai Emery. (Mirror)

Leicester vill fá 14 milljónir punda fyrir Rodgers. (Telegraph)

Arsenal er búið að setja sig í samband við Marcelino, fyrrum þjálfara Valencia, til að taka við af Emery. (Sun)

Mauricio Pochettino, Nuno Espirito Santo, Massimiliano Allegri og Carlo Ancelotti koma allir til greina hjá Arsenal. (Telegraph)

Eigendur Úlfanna ætla að berjast til að halda Espirito Santo innan sinna raða. Samningur hans rennur út sumarið 2021.

Arsenal ætlar einnig að reyna við Mikel Arteta, fyrrum leikmann félagsins, sem starfar hjá Manchester City. (Independent)

Ákvörðunin um að reka Emery var tekin í Bandaríkjunum síðasta mánudag. (Mirror)

Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, hefur útilokað að taka við félaginu. Hann er við stjórnvölinn hjá Nice í franska boltanum. (Mirror)

Freddie Ljungberg gæti verið við stjórn hjá Arsenal í góðan tíma þar sem félagið ætlar ekki að flýta sér að ráða inn arftaka. (ESPN)

Búið er að leysa ágreininginn sem kom upp á milli Jadon Sancho, 19, og Borussia Dortmund. Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála, segir ungstirnið ekki á leið burt í janúar. (Goal)

Frank Lampard er að hvetja Chelsea til að semja við Willian, 31, fyrir opnun janúargluggans. (London Evening Standard)

Juventus hefur áhuga á Emerson Palmieri, 25 ára bakverði Chelsea og ítalska landsliðsins. (Tuttosport)

Man City er í viðræðum við Nicolas De La Cruz, 22 ára miðjumann River Plate. (Ole)

Richarlison, 22, er við það að skrifa undir nýjan samning við Everton sem bindur hann félaginu til 2024. (Liverpool Echo)

Luis Suarez, 32, hefur miklar mætur á Tammy Abraham, ungum sóknarmanni Chelsea, og telur að hann gæti orðið arftaki hans hjá Barcelona. (One Football)

Jose Mourinho telur að Ryan Sessegnon, 19, geti orðið stórstjarna en telur hann ekki tilbúinn til að byrja leiki í vinstri bakverði þrátt fyrir meiðsli Ben Davies. (London Evening Standard)

Jamie Bowden, mikils metinn táningur hjá Tottenham, er að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Football Insider)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, er búinn að segja við Dwight Gayle, 29, að hann muni fá tækifæri í sóknarlínunni. (Newcastle Chronicle)

Graham Potter býst ekki við að styrkja leikmannahóp Brighton í janáur. (Argus)

Karren Brady, stjórnarkona hjá West Ham, hefur veitt Manuel Pellegrini, stjóra félagsins, sinn stuðning. (Sun)

Callum O'Hare, 21, er að gera góða hluti að láni hjá Coventry. Hann vill vera hjá félaginu út tímabilið þó Aston Villa sé að hugleiða að kalla hann aftur úr láninu. (Birmingham Mail)

Diego Maradona er efstur á óskalista hjá mögulegum framtíðareigendum spænska B-deildarliðsins Elche. Maradona yrði ráðinn sem þjálfari. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner