Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Liverpool fór illa að ráði sínu gagnvart Rodgers"
Brendan Rodgers og Jurgen Klopp.
Brendan Rodgers og Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
John Barnes, sem lék lengi með Liverpool á sínum leikmannaferli, telur að félagið hafi farið illa að ráði sínu gagnvart knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers.

Hann telur að Rodgers hefði náð svipuðum árangri og Jurgen Klopp, ef hann hefði fengið meiri tíma.

Rodgers var nálægt því að stýra Liverpool til sigurs í ensku úrvalsdeildinni árið 2014, en hann var rekinn eftir að Liverpool byrjaði næsta tímabil illa.

Eftir að hann var rekinn frá Liverpool tók hann við Celtic í Skotlandi og vann þar skosku úrvalsdeildina tvisvar, skoska bikarinn tvisvar og skoska deildabikarinn þrisvar.

Núna er hann að stýra Leicester í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann fengið mikið lof fyrir.

Jurgen Klopp tók við Liverpool af Rodgers. Klopp vann Meistaradeildina með liðinu á síðustu leiktíð og Ofurbikar Evrópu á þessu tímabili. Liverpool er núna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með átta stiga forskot á Leicester.

„Jurgen stóð sig ekki betur en Brendan á fyrstu tveimur árum sínum hjá félaginu, en hann fékk tíma vegna þess að við treystum honum og trúðum á hann," sagði Barnes í The Offside Rule hlaðvarpinu.

„Við leyfðum honum að taka Sturridge og Sakho úr liðinu. Brendan vildi líka gera það, en hann gat það ekki vegna þess að stuðningsmennirnir treystu honum ekki."

„Brendan er frábær knattspyrnustjóri núna, hjá Celtic, hjá Leicester. Við fórum illa að ráði okkar gagnvart honum."

„Ég er ánægður að Jurgen sé hjá félaginu, en ef við hefðum stutt betur við bakið á Brendan, þá er ég viss um að hann hefði getað gert svipaða hluti."
Athugasemdir
banner
banner