banner
   mið 30. nóvember 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Mar spáir í Túnis - Frakkland
Ég mun standa uppréttur sama hvernig fer
Ég mun standa uppréttur sama hvernig fer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olivier Giroud bætir markametið í dag sama hvort hann byrjar eða kemur inná
Olivier Giroud bætir markametið í dag sama hvort hann byrjar eða kemur inná
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:00 fer lokaumferð D-riðils fram. Ástralía og Danmörk mætast annars vegar og Frakkland og Túnis hins vegar. Frakkar eru komnir áfram en mikil barátta er um 2. sæti riðilsins.

Túnis verður að vinna til að eiga möguleika á því að fara áfram. Túnis þarf á sama tíma að vona að Ástralía vinni ekki gegn Danmörku.

Íþróttafréttamaðurinn Sverrir Mar Smárason spáir í leikinn. Hann var með stutta yfirlýsingu áður en kom að sjálfri spánni.

„Ég hef ákveðið að þiggja það boð um að spá í leikinn þrátt fyrir að hafa séð Óskar Smára vin minn fara mjög illa eftir að allar hans spár hafi farið í vaskinn. Ég mun standa uppréttur sama hvernig fer."

Túnis 0 - 2 Frakkland
Frakkar munu eitthvað hvíla í þessum leik reikna ég með. Það mun þó ekki koma mikið að sök því Coman, Thuram, Camavinga og vonandi Saliba koma bara inn í liðið.

Olivier Giroud bætir markametið í dag sama hvort hann byrjar eða kemur inná og krefst þeirrar virðingar sem hann á skilið. Mbappé heldur áfram að skora líka.

Túnis fær kannski eitt færi og það kemur upp vinstri kant frakkanna. Danirnir ekkert eðlilega slakir að nýta plássið þar á bakvið svindlandi Mbappé. Túnis skorar hins vegar ekki og fara heim markalausir. Takk fyrir ekkert.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner