Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jesus: Ég elska fótbolta!
Mynd: EPA
Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, var hæst ánægður með frammistöðu liðsins í 6-0 stórsigrinum á Lens í Meistaradeildinni í gær en sigurinn fleytti liðinu áfram í 16-liða úrslit.

Jesus skoraði og lagði upp í sigrinum en Arsenal gersamlega sundurspilaði Lens og tryggði sér toppsætið í riðlinum.

„Við vorum frábærir. Allir voru einbeittir og náðum að stjórna leiknum. Þeir reyndu að mæta okkur í seinni hálfleiknum, en allir spiluðu vel fram að síðustu mínútu. Liðsframmistaðan var stórkostleg og við verðum að halda áfram að keyra á þetta.“

„Við vitum að stuðningurinn á heimavelli er magnaður. Þeir ýta okkur áfram. Við vildum vinna leikinn og komast áfram og verð ég bara að óska öllu liðinu til hamingju.“

„Ég horfi oft á Meistaradeildina heima. Ég elska fótbolta og Meistaradeildin, eins og úrvalsdeildin, er afar sérstök. Ég hef þegar unnið úrvalsdeildina og nú vil ég vinna Meistaradeildina,“
sagði Jesus.
Athugasemdir
banner
banner
banner