Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   lau 30. nóvember 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd í sambandi við Quenda
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sett sig í samband við föruneyti Geovany Quenda, leikmann Sporting Lisbon. Manchester Evening News greinir frá.

Quenda er 17 ára gamall vængbakvörður sem fékk tækifærið undir stjórn Ruben Amorim á þessari leiktíð.

Hann er talinn einn efnilegasti leikmaður Portúgals um þessar mundir og var hann meðal annars valinn í A-landsliðið fyrir leikina í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en kom ekki við sögu.

Amorim vill ólmur fá Quenda á Old Trafford og er talið að hann sé með efstu mönnum á óskalista stjórans fyrir næsta sumar.

Manchester Evening News segir að United er þegar byrjað í viðræðum við Jorge Mendes, sem mun sjá um viðræður fyrir hönd leikmannsins. Mendes á helmingshlut í ímyndarrétti leikmannsins, sem sýnir hversu mikla trú umboðsmaðurinn hefur á Quenda.

Í fréttinni kemur fram að United hafi ekki lagt fram formlegt tilboð en Sporting er að gera ráð fyrir að það berist fyrir sumar.

Man Utd er ekki eina félagið sem vill fá Quenda en Paris Saint-Germain er einnig sagt með í baráttunni og þá hafa Leipzig, Liverpool og Manchester City sýnt honum áhuga.

Quenda er yngsti markaskorari í sögu Sporting en hann tók metið af Cristiano Ronaldo í byrjun tímabils. Þá er hann yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu, en hann lagði einmitt upp eitt mark í óvæntum 4-1 sigri liðsins á Man City í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner