Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 31. janúar 2022 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fer ekki til Newcastle - Of lítill tími fyrir þetta stóra ákvörðun
Hugo Ekitike, nítján ára sóknarmaður Reims, fer ekki til Newcastle. Það bendi margt til þess að skiptin væru að ganga í gegn og voru viðræður milli félaganna vel á veg komnar.

Ekitike vill hins vegar ekki fara til Newcastle og stoppaði þetta því á leikmanninum.

Samkvæmt fréttamanni Sky Sports þá hefur Ekitike fengið tíma til hugsa stöðu sína og finnst það of stór ákvörðun að fara frá Frakklandi til Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans.

Hann hefði viljað fá tilboðið fyrr og getað hugsað málið betur. Newcastle hafði áður sýnt Ekitike áhuga í glugganum en tilboðið kom ekki fyrr en þegar stutt var í gluggalok.

Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir
banner
banner