Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 31. janúar 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Hinn átján ára gamli Monteiro til Leeds (Staðfest)
Mynd: Leeds United
Hinn átján ára gamli miðvörður Diogo Monteiro hefur gengið í raðir Leeds United frá Servette í Sviss.

Monteiro lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Servette þegar hann var sextán ára og varð þriðji yngsti leikmaðurinn til að spila í svissnesku úrvalsdeildinni.

Hann hefur alls spilað ellefu aðalliðsleiki fyrir Sevette sem er í þriðja sæti deildarinnar í Sviss. Þá hefur hann leikið yfir 30 leiki fyrir yngri landslið Portúgals.

Monteiro varð nýlega átján ára og hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning á Elland Road. Hann mun fyrst til að byrja með fara inn í U21 lið Leeds.
Athugasemdir
banner
banner