Bjarni Guðjónsson var tekinn í viðtal eftir 3-0 sigur KR gegn Grindavík í Lengjubikarnum. KR er nánast öruggt með sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarsins og er Bjarni ánægður með það.
Lestu um leikinn: KR 3 - 0 Grindavík
„Þeir voru vel skipulagðir og erfiðir að brjóta á bak aftur en þetta hafðist og endaði nokkuð vel," sagði Bjarni kátur.
„Það sem skiptir máli er að við gerum þrjú góð mörk og höldum hreinu."
KR-ingar hafa verið að prófa 3-5-2 leikkerfið í vetur en Bjarni er ekki viss um hvort hann komi til með að nota það mikið í sumar.
„Það var í fyrra sem við ákváðum að taka fyrri hluta vetrarins í að æfa 3-5-2. Við notuðum Bose mótið, Fótbolta.net mótið og Reykjavíkurmótið til þess að spila 3-5-2 og það gekk á köflum bærilega.
„Nú er þetta eitthvað sem við búum að þegar líður að sumri en við vorum alltaf með það á hreinu að við myndum fara aftur í okkar kerfi þegar við færum inn í Lengjubikarinn."
Bjarni talaði svo um leikmannamarkaðinn að lokum og segir að KR hafi aðeins áhuga á að bæta gæðamiklum leikmanni við hópinn.
„Hópurinn mætti vera stærri, en til þess að hann stækki þá þurfum við að fá gæði í hópinn. Við ætlum ekki að bæta hópinn nema að gæðaleikmaður bjóðist."
Athugasemdir






















