Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fim 31. mars 2016 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Guðjóns: Hópurinn mætti vera stærri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var tekinn í viðtal eftir 3-0 sigur KR gegn Grindavík í Lengjubikarnum. KR er nánast öruggt með sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarsins og er Bjarni ánægður með það.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Grindavík

„Þeir voru vel skipulagðir og erfiðir að brjóta á bak aftur en þetta hafðist og endaði nokkuð vel," sagði Bjarni kátur.

„Það sem skiptir máli er að við gerum þrjú góð mörk og höldum hreinu."

KR-ingar hafa verið að prófa 3-5-2 leikkerfið í vetur en Bjarni er ekki viss um hvort hann komi til með að nota það mikið í sumar.

„Það var í fyrra sem við ákváðum að taka fyrri hluta vetrarins í að æfa 3-5-2. Við notuðum Bose mótið, Fótbolta.net mótið og Reykjavíkurmótið til þess að spila 3-5-2 og það gekk á köflum bærilega.

„Nú er þetta eitthvað sem við búum að þegar líður að sumri en við vorum alltaf með það á hreinu að við myndum fara aftur í okkar kerfi þegar við færum inn í Lengjubikarinn."


Bjarni talaði svo um leikmannamarkaðinn að lokum og segir að KR hafi aðeins áhuga á að bæta gæðamiklum leikmanni við hópinn.

„Hópurinn mætti vera stærri, en til þess að hann stækki þá þurfum við að fá gæði í hópinn. Við ætlum ekki að bæta hópinn nema að gæðaleikmaður bjóðist."
Athugasemdir
banner