Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. mars 2023 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ofboðslega slæmt ráðslag hjá KSÍ að ná honum ekki inn"
Icelandair
Heimir að störfum hjá ÍBV síðasta sumar.
Heimir að störfum hjá ÍBV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var í gær rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Íslands eftir að hafa verið í starfinu síðan í desember 2020.

Margir hafa sett spurningamerki við tímasetninguna, að Arnar hafi ekki fengið sparkið fyrr fyrst þráðurinn var orðinn svona stuttur hjá KSÍ. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ræddi við Heimi Hallgrímsson síðasta sumar en þá var tekin ákvörðun um að halda Arnari í starfi.

Heimir er ekki lengur á lausu þar sem hann er nýtekinn við landsliði Jamaíku.

Páll Magnússon, fyrrum alþingismaður og útvarpsstjóri, var gestur í hlaðvarpi um ÍBV hér á Fótbolta.net í dag. Þar var hann spurður út í Heimi og landsliðið. Heimir er Eyjamaður mikill, en hann gerði frábært starf með íslenska landsliðið frá 2011 til 2018.

„Ég er þeirrar skoðunar að Heimir Hallgrímsson sé besti þjálfari sem við Íslendingar höfum átt," sagði Páll.

„Ef það hefði verið eitthvað vit í KSÍ þá væri Heimir núna þjálfari íslenska landsliðsins en ekki Jamaíku. Hann er skuldbundinn þar og þótt honum stæði það til boða að taka við Íslandi þá held ég að það sé ekki inn í myndinni núna. Honum gengur vel á Jamaíku."

„Fyrsti keppnisleikurinn sem hann stýrði liðinu í var núna um daginn gegn Mexíkó á útivelli. Þar gerðu þeir 2-2 jafntefli. Ég talaði við Heimi eftir þann leik og hann var ekki eins ánægður með þennan leik og ég var fyrir hans hönd. Hann sagði að aldrei í sögunni hefði Jamaíka unnið Mexíkó á útivelli. Hann hafði vonast til að brjóta þá hefð."

„Ég held að íslenska landsliðið væri mjög vel sett með að hafa hann, en það er því miður held ég ekki inn í myndinni. Mér fannst það ofboðslega slæmt ráðslag hjá KSÍ að ná honum ekki inn sem þjálfara þegar þau höfðu tækifæri til þess - sem var í fyrrasumar. Núna hefur KSÍ misst af þessari lest, því miður fyrir landsliðið," sagði Páll sem er mikill aðdáandi Heimis.
Niðurtalningin - Eiður Aron og Palli Magg í Eyjaspjalli
Athugasemdir
banner
banner