Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola verðlaunaður sem stjóri ársins
Mynd: EPA
Pep Guardiola hefur verið valinn stjóri ársins af samtökum stjóra í enska fótboltanum. Hann hlýtur Sir Alex Ferguson bikarinn en þetta er í þriðja sinn sem Spánverjinn fær þessi verðlaun.

Stjórar í öllum deildum enska boltans kjósa og hlaut Guardiola verðlaunin eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina þriðja tímabilið í röð með Manchester City og í fimmta sinn á sex árum.

Guardiola er þriðji stjórinn sem nær að vinna þessi verðlaun þrívegis. David Moyes hefur þrisvar unnið þau en Sir Alex Ferguson vann þau fimm sinnum.

City mætir Manchester United í úrslitaleik bikarsins á laugardag og leikur svo viku síðar gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þrennan er því í sjónmáli.
Athugasemdir
banner
banner