Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 31. júlí 2021 13:47
Brynjar Ingi Erluson
Vonarstjarna PSV klúðraði málunum - Fær ekki að æfa með aðalliðinu
Hollenski táningurinn Mohamed Ihattaren fær ekki að æfa lengur með aðalliði PSV eftir að hann braut samkomulag sem hann gerði við félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá PSV í dag.

Ihattaren er 19 ára gamall og þykir með efnilegustu sóknartengiliðum heims.

Hausinn virðist þó ekki vera fast skrúfaður á hann og lendir hann reglulega í deilum við yfirmenn sína hjá PSV.

Í mars á þessu ári var hann tekinn úr leikmannahópnum fyrir deildarleik gegn Ajax eftir að hann lét óviðeigandi orð falla eftir að hafa verið settur á bekkinn gegn Olympiakos í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður.

Ihattaren náði að vinna sér traustið hjá Roger Schmidt, þjálfara liðsins, eftir að hafa gert samkomulag um að bæta hegðun sína en hann braut það samkomulag á dögunum.

PSV hefur því ákveðið að Ihattaren mun ekki æfa lengur með aðalliðinu og æfir einn en samningur hans við félagið gildir út tímabilið.

Ihattaren sást í Frakklandi á dögunum þar sem hann ræddi við umboðsmann sinn, Mino Raiola, en það er ljóst að hann mun yfirgefa félagið í þessum glugga.

Hann er mikið efni og var meðal annars tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í Evrópu á síðasta ári.

Sjá einnig:
Viðhorfsvandamál hjá efnilegasta leikmanni PSV
Athugasemdir
banner
banner
banner