Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. ágúst 2018 14:55
Magnús Már Einarsson
Freysi lætur Þjóðverja velta leikkerfinu fyrir sér
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, vill ekki gefa upp hvaða leikkerfi liðið spilar í leiknum stóra gegn Þýskalandi í undankeppni HM á morgun.

„Ég er búinn að spila þrjú leikkerfi í undankeppninni og ég ætla að leyfa Þjóðverjunum að velta sér upp úr því hvaða leikkerfi við spilum á morgun," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

Freyr tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld.

„Við erum ekki búin að tilkynna byrjunarliðið. Við gerum það í kvöld. Við erum nánast búin að ákveða liðið. Það eru tvö smávægileg atriði sem við í þjálfarateyminu eru mað ákveða okkur með. Það verður búið að ákveða það fyrir klukkan sjö í kvöld."

„Við fórum inn í verkefnið með skýra mynd af því sem við ætluðum að gera og undirbúnigurin hefur verið undir því áhrifum allan tímann. Þetta er einstakur leikur og það er langt síðan ég hef sýnt liðið eins skýrt frá fyrsta degi. Leikmenn skilja það fullkomlega því þessi leikur snýst um smáatriði og við þurfum að hafa taktísku atriðin á hreinu upp á tíu til þess að eiga möguleika á morgun."


Ísland vann Þýskaland 3-2 í fyrra en þjálfaraskipti hafa orðið hjá Þjóðverjum síðan þá. Horst Hrubesch þjálfar liðið núna en Þýskaland verður án fyrirliðans Dzsenifer Marozsán á morgun.

„Fyrir fyrri leikinn nærðu í allar grunnupplýsingar og þær breytast ekkert. Hann er búinn að stjórna liðinu í þrjá leiki og rótera aðeins í því. Það hefur áhrif á liðsvalið hjá honum að fyrirliðinn er ekki með. Það er það eina sem ýtir mér frá því að vera 100% hvernig þær byrja leikinn. Við vitum að þær 11 sem byrja eru allar frábærar leikmenn og áherslurnar verða alltaf þær sömu. Við þekkjum þær og höfum farið í þær. Ég held að við séum ofboðslega vel undirbúin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner