Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 31. ágúst 2024 17:36
Brynjar Óli Ágústsson
Igor Bjarni: Hann hefði ekki haldið kjafti ef hann hefði skorað þrjú mörk
Lengjudeildin
<b>Igor Bjarni Kostic, þjálfari Gróttu.</b>
Igor Bjarni Kostic, þjálfari Gróttu.
Mynd: Grótta

„Mér alveg sama hvernig við vinnum svo legi við vinnum fótboltaleikinn og það er langt síðan, búið að vera langt og strangt,'' segir Igor Bjarni Kostic, þjálfari Gróttu, eftir 2-1 sigur gegn Fjölnir í 20. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Fjölnir

Það þarf margt að ganga fyrir Gróttu til þess að halda sér uppi í Lengjudeildinni, en þessi sigur gerir mikið fyrir þá. Igor var spurður út í hvort hann væri alveg enn þá með trú á að halda sér uppi.

„Að sjálfsögðu, hún hefur heldur aldrei farið og það er eignilega það sem er magnað við þennan hóp að þegar maður hittar þá á hverjum einasta degi þá eru þeir alltaf að slást fyrir þessum markmiðum,''

Igor var ánægður með sigurinn, en honum fannst þó þetta ekki vera fallegasti sigurinn.

„Ég er náttúrlega ánægður með að við vinnum, en ef við ætlum að vera krítískir þá er ýmislegt sem við getum lagað og ég bið þá heldur ekki um að vera fullkomnir einmitt núna. Við erum búin að vinna stutt saman,''

Gabríel Hrannar skoraði tvö mörk í dag fyrir Gróttu. Igor var spurður út í hvort hann var sáttur með hann.

„Heldur betur, hann var næstum því búinn að skora þrjú og þetta er mesti tuðari landsins þannig hann hefði ekki haldið kjafti ef hann hefði skorað þrjú mörk,''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner