Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 31. ágúst 2024 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Bæði verra að vera með og á móti vindi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og ÍR skildu jöfn á Akureyri í vindasömu veðri. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var aldrei fótboltaleikur út af aðstæðum. Þetta var keppni í heppni og hugarfari sem endar 1-1. Við vorum klaufar að fá markið á okkur með vindinn í bakið. Úr því sem komið var fannst mér gott hugarfar hjá strákunum að koma til baka á móti vindi," sagði Siggi.

„Mér fannst það nokkuð vel gert hjá okkur að ná ágætis köflum í þessum aðstæðum í seinni hálfleik. En mér fannst við eiga gera töluvert betur í fyrri hálfleik, við fáum þrjú, fjögur dauðafæri sem við náum ekki að nýta og þá vinnur þú ekki."

„Þetta var svo mikill vindur að það var eiginlega bæði verra að vera með og á móti vindi. Hálf kómískt að bæði mörkin komi á móti vindi," sagði Siggi.

Liðið er enn í fallhættu þegar tvær umferðir eru eftir. Markmiðið er einfalt.

„Ég lít á það þannig að við ætlum að vinna síðustu tvo leikina og ekki falla," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner