Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   lau 31. ágúst 2024 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Bæði verra að vera með og á móti vindi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og ÍR skildu jöfn á Akureyri í vindasömu veðri. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var aldrei fótboltaleikur út af aðstæðum. Þetta var keppni í heppni og hugarfari sem endar 1-1. Við vorum klaufar að fá markið á okkur með vindinn í bakið. Úr því sem komið var fannst mér gott hugarfar hjá strákunum að koma til baka á móti vindi," sagði Siggi.

„Mér fannst það nokkuð vel gert hjá okkur að ná ágætis köflum í þessum aðstæðum í seinni hálfleik. En mér fannst við eiga gera töluvert betur í fyrri hálfleik, við fáum þrjú, fjögur dauðafæri sem við náum ekki að nýta og þá vinnur þú ekki."

„Þetta var svo mikill vindur að það var eiginlega bæði verra að vera með og á móti vindi. Hálf kómískt að bæði mörkin komi á móti vindi," sagði Siggi.

Liðið er enn í fallhættu þegar tvær umferðir eru eftir. Markmiðið er einfalt.

„Ég lít á það þannig að við ætlum að vinna síðustu tvo leikina og ekki falla," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner