
„Ömurleg tilfinning.'' segir Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-1 tap gegn Gróttu í 20. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 1 Fjölnir
Þrátt fyrir að eiga enn séns að ná fyrsta sæti í Lengjudeildinni var Úlfur harður á því að þeir væru ekki í neinni toopbaráttu í deidlinni.
„Nei við erum ekki í neinni toppbaráttu þegar við vinnum ekki svona leik. Við skjótum framhjá fyrir opnu marki, við skjótum yfir fyrir opnu marki, við skjótum í stöngina. Við áttum að vera þrjú núll í hálfleik og bæta við í seinni hálfleik. Ef þú nýtir ekki færin og spilar svona þá getur maður ekki sagt að maður sé í einhverjari baráttu um neitt.''
„Við áttum að vinna þetta fimm núll. Við getum ekki skorað til að bjarga líf okkar, það er það sem er að drepa okkur í enda sprett á mótinu,''
Úlfur var ekki sáttur með frammistöðu dómarans í nokkrum atvikum
„Það má alveg kalla þetta etthvað dómaravæl, en það má bara berja hafsentana mína vildir inn í teig í föstum leikatriðum,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.