Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. október 2020 16:41
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og West Ham: Phillips og Jones byrja
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Liverpool taka á móti West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest en Liverpool er án margra leikmanna. Af þeim sökum eru Nathaniel Phillips og Curtis Jones í byrjunarliðinu. Phillips byrjar í hjarta varnarinnar í fjarveru Virgil van Dijk, Fabinho og Joel Matip á meðan Jones byrjar á miðjunni og heldur James Milner á bekknum.

Phillips og Jones koma inn fyrir Fabinho og Diogo Jota. Phillips spilaði síðast með Liverpool í sigurleik gegn Everton í FA bikarnum í janúar síðastliðnum en þá var hann einnig með Joe Gomez sér við hlið.

Hamrarnir tefla fram sterku byrjunarliði en þar vantar Michail Antonio sem hefur verið funheitur á upphafi tíabils. Sebastian Haller tekur sæti hans sem fremsti maður.

Það er eina breytingin á liði West Ham eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester City um síðustu helgi.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Gomez, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Milner, Minamino, Jota, Shaqiri, R. Williams, N. Williams

West Ham: Fabianski, Coufal, Balbuena, Ogbonna, Cresswell, Masuaku, Rice, Soucek, Fornals, Bowen, Haller
Varamenn: Randolph, Diop, Fredericks, Yarmolenko, Snodgrass, Lanzini, Benrahma
Athugasemdir
banner
banner